mánudagur, febrúar 20, 2006
Æ, æ og Ó ó
Magnús Daníel er hataður þessa stundina.
Svona til að vera með í bloggsamfélaginu og að hluta til vegna þess að mér dettur ekkert betra í hug ákvað ég að gera þetta klukkerí.
4 störf sem ég hef unnið um ævinaÉg afgreiddi einu sinni eina kók í gömlu búðinni hans pabba, RC Model
Vinnuskólinn
Morgunblaðið
Hrafnista, Dvalarheimili Aldraðra Sjómanna
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og afturAnchor Man
Rocky Horror Picture Show
Elf
Titanic, til að koma mér í gott skap
4 staðir sem ég hef búið áLindarsel 12
Lindarsel 12, því ég flutti um herbergi
Fífuselið
4 sjónvarpsþættir sem mér líkarFóstbræður
Lost
Futurama
Sex in the City
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríumÁstralía
London
Blönduós
Blönduós
Fernt matarkyns sem ég held upp áSúkkulaðikaka
Steikin á Hrafnistu
Súkkulaðipönnsur sem ég bjó einu sinni til
Flatbaka
4 bækur sem ég les oftastLes bækur yfir leitt bara einu sinni eeen..
The DaVinci Code
Hringadróttinsaga
Bert
Harry Potter
4 staðir sem ég myndi vilja vera á núnaBondi Beach í Sidney
Í Stærsta og mýksta rúmi í heimi
Í tilvonandi bílnum mínum í roadtrippi um Evrópu með Johnny Depp mér við hlið
Í baði (með Johnny Depp mér við hlið)
4 bloggar sem ég ætla að klukkaMaggi Dan
Maggi Dan
Maggi Dan
Maggi Dan
Tinna - Leti er lífstíll
tisa at 19:31
9 comments
sunnudagur, febrúar 19, 2006
MR Schemmerr
Það var laugardagskvöld, eða er eiginlega ennþá og ég sko komin djammfílinginn eftir að hafa horft á eurovision með mömmu. Þannig ég hringi í Ásgerði og við skellum okkur út.En þá föttuðum við að við eigum enga vini þannig við röltum um einar í rigningunni.....Við grétum líka smá. Svo var auðvitað MR árshátíð sem við Ásgerður skelltum okkur á, því MS vildi ekkert með okkur hafa, en MS-ingar losnuðu ekki svo létt við okkur því við ákváðum að troðast í MS fyrirpartý. Það var í Skerjafirði sem er langt út á landi, næstum því lengra en Seltjarnarnes og þá er sko mikið sagt. Það var auðvitað crazy-ass stuð í Skerjafirðinum eins og alltaf. Ég og Ásgerður fórum svo í leigubíl á Gullhamra og var leigubílstjórinn hinn skemmtilegasti maður og stuðpinni hinn mesti og var honum mikið þakkað fyrir farið.Ballið síðan var hið besta en ég þekki samtals einn í MR, en það var aukaatriði. Ég skemmti mér konunglega alveg svona... já, já.Hápunktur kvöldsins: Leigubílstjórinn okkar, mælum með honum... Hann er hjá Hreyfli og er svona karl um fertugt. Voða hress náungi á svörtum bíl.Ég fór fram úr rúminu klukkan hálf sjö um kvöldið í dag, eða í kvöld og hafði sofnað klukkan svona sex kvöldið áður. Mamma hans Magga spurði mig mjög áhyggjufull á svip hvortég væri blóðlítil og hvort ég hefði farið í mælingu. Ég forðaði mér heim.Bæjóóóó, skillurruuu(oj)Tinna - Leti er lífstílltisa at 00:47
0 comments
miðvikudagur, febrúar 15, 2006
Vrúmm
Fyrsti ökutíminn minn var svona:Ég keyrði eftir minni allra bestu getu meðan Óli sagði: Kantur, Tinna kantur, kantur Tinna, ekki á kantinn, kantur, kantur, kantur, Þú ert aftur á kantinum, kantur, af kantinum, kantur Tinna, kantur, kantur, farðu af kantinum, kantur ....Annars var þetta bara fínt nema þessir kantar voru alltaf að flækjast fyrir mérÉg drap síðan bara einu sinni á. JehhÞetta kemur síðan allt saman, vonandi.Þegar ég var í 10.bekk þá vorum við krakkarnir oft að spila. Ég stundaði Hæ Gosa grimmt á þeim tíma og tókst mér með örvhentni minni að fá stærsta marblett sem ég hef nokkurn tíma fengið á höndina eftir að vera alltaf að reka mig í borðkant þegar ég sló á spilabunkann.Þetta gerðist rétt fyrir árshátíð Seljaskóla og var ég þennan risavaxna marblett, sem náði frá olnboga niður að úlnlið, á árshátíðinni.Ég var svo í dag að spila. Að sjálfsögðu negli ég hendinni eins fast og get í borðkantinn þegar ég ætla að freista þess að slá á bunkann.Ég er svo einnig að sjálfsögðu að fara á árshátíð á morgun.Nú ætla að ég að fara í Sims, byggja fallegt hús og myrða svo fólkið á hrottafenginn hátt.Tinna - Leti er lífstílltisa at 19:30
5 comments
þriðjudagur, febrúar 14, 2006
ég hata titla
Ég er að fara í ökutíma nr.1 eftir klukkutíma.1.júní verð ég búin að kaupa mér bíl.Mmmmmmm... Bíll.Ég vil óska öllum hallærislegu pörunum sem eru að fara út að borða til hamingju með daginn og megið þið eiga rómantíska kvöldstund.Á meðan á því stendur mun ég þeysa um götur Breiðholtsins. Ég er svona eiginlega ekki að geta skrifað meira vegna fjörfisks í vinstra auga.Afsakið.Tinna - Leti er lífstílltisa at 18:37
2 comments
mánudagur, febrúar 13, 2006
Örtröð og þá núna ös...ha, hver?
Árshátíðin búin og skemmti ég mér konunglega, þangað til ég fékk hausverk og háhæluðu stígvélin sem voru einu númeri of lítil fóru að segja til sín.
Frábært allt saman.
En...
Mér tókst, með snilligáfu minni, að rífa minn undurfagra kjól og fá sígarettugöt á hann. Fallegi, fallegi kjóllinn minn.
Ég er miður mín.
Svo er það næsta árshátíð. MR. En enginn kjóll til að fara í.
Fjörfiskurinn er fastagestur í auga mínu. Ég hélt samt að ég væri laus við hann því hann var ekki búinn að gera vart við sig í heila tvo daga.
En svo BANG hér er hann og gerir sig ekki líklegan til að fara.
Ég hef ákveðið að koma með dæmisögu um heimsku mína bara svona því ég hef ekkert að skrifa um.
Ég ætlaði að hringja í ónefnda vinkonu mína í dag. Ég sló inn númerið og það svaraði maður.
"Það er skrítið" hugsa ég. Kom svo í ljós að það var rangt númer. Ég hringi aftur en það var sama vitlausa númerið. Ég reyni einu sinni enn og maðurinn svarar aftur. Mér leið eins og fávita og ég skellti á og ákvað að hringja ekki í vinkonu mína.
Þetta var samt ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist því ég hringdi einu sinni í sama vitlausa númerið þrisvar sinnum í röð, en þá ætlaði ég að hringja heim.
Best að leggja sig bara.
Tinna - Leti er lífstílltisa at 23:21
1 comments
miðvikudagur, febrúar 08, 2006
Haldið ykkur fjarri Big Momma!
Ég upplifði leiðinlegustu stund lífs míns í dag.Fór í bíó.Fór á Big Momma's House 2.Ég dó næstum.og endirinn....Aldrei hef ég upplifað jafn mikla væmni.En ég er ennþá lifandi svo ég geti drepið mig í fyrsta ökutímanum mínum sem verður á þriðjudaginn.JeTinna - Leti er lífstílltisa at 20:24
3 comments
Snjór .. Schmjór
Fyrir nokkru þegar allt var á kafi í snjó ætlaði eg að hringja í ökukennara en snjórinn fékk mig til að fresta því.Svo þegar snjórinn er á bak og burt og þetta fína veður er komið þá manna ég mig upp í að hringja. Jæja allt í lagi og okei með nema að viku seinna þegar ég á svo loksins að fara að byrja...þá er aftir kominn snjór!Ísland fer stundum í taugarnar á mér.Í Árshátíðarviku Kvennó eru svokallaðir Tjarnardagar þar sem maður á að skrá sig á "námskeið" Ég skráði mig á Stelpur með Stæl með Helgu Brögu, sem var síðan kynlífsnámskeið. Mjög fræðandi og gaman.Námskeið dagsins í dag er bíó.Svo er það bara Selfoss.Hvernig ætli það allt fari. Verð ég rifinn í tætlur af alræmdasta hnakka Selfosss, sem mér skilst reyndar að heiti Knútur og sé náskyldur Magga nokkrum Ben... hmmAnnars er ég búin að vera að lesa mjög svo spennandi bók á dönsku um strák sem heitir Jeppe og finnst gaman að spila körfubolta. Hann er skotinn í Cecilie og síðan byrja þau saman, hún fær krabbamein og þau giftast...blablablaÉg hata dönsku og núna alla Dani sem heita Jeppe.Tinna - Leti er lífstílltisa at 12:44
6 comments
mánudagur, febrúar 06, 2006
Endurkoma Den Royale Soveklub
Eftir að fílamálið hefur verið upplýst þá hef ég haft lítið annað fyrir stafni en að sofa. Ég hef stundað svefninn eins og sönnum fagmanni sæmir og vaknað til þess eins að sofna aftur. Sofnaði meira að segja í bíó, en það var á Domino sem sökkar.Þessi aukna svefnárátta mín fékk mig til að íhuga það að koma með Den Royale Soveklub hingað yfir. Þá tók ég mig til, því eins og þið vitið þá á ég mér takmarkað líf, og endurbætti og efldi Svefnfélagið okkar kæra.Eins gott að þig, kæru Svefnfélagsmeðlimir, hafið ekki gleymt skildum ykkar og hafið sofið nægilega.Annars er illu að mæta.En ef við skellum okkur yfir í annað ...Ég er samkvæmt Morgunblaðinu kát Kvennaskólastúlka og einnig eru Kristjana og Eva kátar. Það var yfirskriftin á mynd einni sem birtist af okkur stúlkunum í sunnudagsmogganum.Ef þið lítið á mig á myndinni þá er ég akkúrat að segja: "Ehh, stelpur. Það er einhver krípý náungi að taka myndir af okkur.."Búast má við einkaviðtali við okkur í DV á næstunni.Auk þess að vera kát Kvennaskólastúlka er ég líka Menningarleg Reykjavíkurmær því ég skellti mér í leikhús að sjá einhverja TúskildingsÓPERU. Já óperu.Kom svo í ljós að þetta var einhver klámópera sem endaði með risavöxnu gylltu typpi ...Stundið Den Royale Soveklub samviskusamlega, þið sjáið ekki eftir því. Það kemur linkur innan skamms.Sofum saman!Tinna - Leti er lífstílltisa at 19:41
3 comments
föstudagur, febrúar 03, 2006
Það var Ernest
Muniði eftir barnatímanum í forðum? Kærleiksbjörnunum, Dodda á gula og bláa bílnum, Steinþursunum, Herramenn og Herrafrúr og Fílavampírunni?Já fílavampíran.Það hefur angrað mig vel og lengi það að ég gat ómögulega munað hvað sú persóna hét. Þær vangaveltur eru búnar að ofsækja mig, þangað til í gær.Þá ákvað að gúgla því og viti menn, fílavampíran ástkæra heitir Ernest the Vampire.Nú get ég loksins sofnað á kvöldin.Asnalegir hlutir angra mig mest. Svo hef ég líka oft spáð í því hvað prinsessan hét sem var uppi í turni og svo lét hún hárið vaxa alla leiðina niður.Hvað hét hún?Úff...Best að fara að þvo föt og fleira skemmtilegt sem mér dettur í hug.Tinna - Leti er lífstílltisa at 14:54
2 comments
miðvikudagur, febrúar 01, 2006
Búið og gert
Ég ákvað að hleypa í mig kjarki og leita að ökukennara.
Fór á vefinn og á gulu síðunar og sló inn "ökukennsla" þá komu upp 170 svör. Ég hætti við samstundis og ákvað að hringja í minn fyrrverandi líffræðikennara og biðja hann um ökukennslu.
Ég er semsé að fara að læra að keyra.
Watch out!
Það er ótrúlegt hvað hver tími í dönsku nær að slá út þeim fyrri í leiðindum. Þessar klukkutíma kennslustundir eru þrjár klukkustundir að líða og ég er farin að leyfa mér að sofna í hverjum einasta tíma sem hefur orsakað það að ég er 100 blaðsíðum eftir á í bókini.
Dönskufall á næsta leiti.
Þessi kennari sem er alltaf í nýjum feldi á hverjum degi, þar á meðal bláum síðum pels, hefur látið mig sakna Erlu Jóhanns ótrúlega mikið.
Erla dansaði þó andardansin. Ó Erla, komdu aftur.
Ég fékk næstum svona ég-sakna-grunnskóla syndrom en svo mundi ég eftir gluggatjöldunum í Seljaskóla og allur söknuður hvarf bak á burt.
Seljaskóli var samt ágætur, frábær jafnvel.
En þessar helvítis gardínur ofsækja mig enn í svefni.
Hún Linda verðandi skiptinemi kallaði saman flesta heim til sín í gær, til að taka mynd af okkur.
Á myndini sáust svartar pesrónur því myndin var svo dimm, en á endanum stóð Bjarki með rauðglóandi augu. Þetta voru creepy andsetnu vinir hennar Lindu.
Linda hefur ákveðið að flýja til Ástralíu. En það er ekki fyrr en eftir ár og á þeim tíma getur nú margt gerst. Það gæti til dæmis komið upp einhver rosaleg veira í Ástralíu og allt suður heimskautið verður sett í sóttkví.
Hvert ferðu þá HA?
Sem minnir mig á það (af undarlegum ástæðum) að ég þarf að drulla mér út á videoleigu að skila The Decent. Það kom nefnilega í ljós að Maggi skuldar þarna fyrir þrjár myndir og ég skulda ennþá fyrir Harry Potter sem ég á að hafa tekið fyrir ári.
Við skuldum samtals 10.000kr og það er bara á Okkar Video.
Annars skuldum við bæði á öllum leigum í grenndini.
En The Decent...
Ágætis mynd um gellur í helli. Hofði á hana með Möggunum tveimur og Bjarka. Maggarnir voru að skíta á sig á meðan Bjarki kom með vísindalega skýringar á öllu sem gerðist í myndinni. Go Bjarki.
Ætla að valhoppast út á leigu.
Tinna - Leti er lífstíll
tisa at 13:56
2 comments